Fara í innihald

Hugbúnaðarleyfi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 9. mars 2013 kl. 05:21 eftir Addbot (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. mars 2013 kl. 05:21 eftir Addbot (spjall | framlög) (Bot: Flyt 33 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q207621)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

Hugbúnaðarleyfi er samningur sem notendur hugbúnaðar samþykkja, venjulega þegar hugbúnaðurinn er settur upp í tölvu. Samningurinn kveður á um skilyrði fyrir notkun og dreifingu hugbúnaðarins. Allur hugbúnaður, nema hugbúnaður sem kominn er í almenning, er háður skilyrðum höfundaréttar. Venjulega tiltekur notkunarleyfið að notandi megi nota eitt eða fleiri eintök hugbúnaðarins sem ella væri brot á einkarétti höfundarétthafa. Hugbúnaður er gjarnan flokkaður í sérbúnað, fríbúnað og frjálsan hugbúnað, eftir því hvers konar notkunarleyfi fylgir honum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.