Fara í innihald

Arababandalagið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Arababandalagið (جامعة الدول العربية á arabísku), er bandalag Arabaríkja. Það var stofnað 22. mars 1945 af sjö ríkjum, Egyptalandi, Írak, Jemen, Jórdaníu, Líbanon, Sádi-Arabíu og Sýrlandi, til að efla samvinnu Arabaríkja. Stjórnarskrá þess bannar aðildarríkjum að beita hvert annað hervaldi.

Aðalmarkmið þess er:

Að þjóna sameiginlegum hagsmunum allra Arabaríkja, bæta kjör allra Arabaríkja, tryggja framtíð allra Arabaríkja og að uppfylla þarfir og væntingar allra Arabaríkja.

Aðildarríki