Fara í innihald

GSM

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Vörumerki GSM

GSM (skammstöfun: Global System for Mobile Communications, upphaflega Groupe Spécial Mobile) er alþjóðlegur staðall sem Evrópusamtök um stöðlun fjarskipta (ETSI) hafa þróað. GSM er útbreiddasti staðall fyrir farsíma í heimi en yfir 90% farsímakerfa í 219 löndum eru byggð á GSM. Staðallinn er önnur kynslóð (2G) farsímatækni sem ætlaður var til að leysa hliðræna 1G-kerfið af hólmi. Hann er hannaður fyrir símtöl en gagnaflutningum var seinna bætt við (kerfin GPRS og EDGE).

Í kjölfar GSM-staðalsins komu þriðju kynslóðar (3G) UMTS-tæknin og fjórðu kynslóðar (4G) LTE. Þessi kerfi eru ekki hlutar af GSM-staðlinum.

  Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.