Fara í innihald

Sendiráð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Sendiráð eru starfsstöðvar utanríkisþjónustu lands erlendis. Innan sendiráða starfa stjórnarerindrekar sem vinna eiga að hagsmunum viðkomandi lands í erlendum löndum. Sendifulltrúar eru sendiherrar og aðrir starfsmenn utanríkisþjónustu erlendis. Störf sendiráðs eru til dæmis útgáfu vegabréfa og vegabréfa-áritana, bera skilaboð milli stjórnmálamanna og stofnana landa í millum, aðstoða ríkisborgara sem standa fyrir viðburðum í viðkomandi landi eða hafa lent í vandræðum erlendis svo sem verið fangelsaðir.

Íslensk sendiráð

Ísland rekur sendiráð í Austurríki (Vínarborg), Bandaríkjunum (Washington), Belgíu (Brussel), Bretlandi (London), Danmörku (Kaupmannahöfn), Finnlandi (Helsinki), Frakklandi (París), Indlandi (Nýju-Delí), Ítalíu (Róm), Japan (Tókýó), Kanada (Ottawa), Kína (Peking), Malaví (Lílongve), Mósambík (Mapútó), Namibíu (Windhoek), Noregi (Osló), Rússlandi (Moskvu), Srí Lanka (Kolombo), Suður-Afríku (Pretoríu), Svíþjóð (Stokkhólmi), Úganda (Kampala), Þýskalandi (Berlín) og Pólland (Varsjá).

Tengt efni

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.