Climate Ambition Accelerator 2024

Audur Gudmundsdóttir • feb. 21, 2024

Flýttu framförum og settu vísindaleg loftslagsmarkmið (SBTi)


Opið fyrir skráningar í Climate Ambition Accelerator frá 21. febrúar 2024 - SKRÁNING

KYNNINGARFUNDUR
Opinn kynningarfundur um Climate Ambition Accelerator verður miðvikudaginn 13. mars 2024 kl. 9:00-10:00 (GMT) SKRÁNING
Fundurinn er opinn öllum áhugasömum.

Stefnir fyrirtæki þitt á að setja vísindaleg loftslagsmarkmið (e. Science Based Targets) um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda? Eru tæknilegar kröfur og viðmið flókin og yfirþyrmandi? 

Climate Ambition Accelerator er sex mánaða námskeið sem styður fyrirtæki til þess að setja sér vísindalega miðuð loftslagsmarkmið (Science Based Targets). Markmið námskeiðsins er að veita fyrirtækjum þá þekkingu og færni sem er nauðsynleg til að samræma aðgerðir þeirra við markmið um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5 gráðu hækkun og um leið að stefna að kolefnishlutleysi árið 2050.
Þátttakendur auka þekkingu sína samhliða því að efla tengslanet og læra af öðrum þátttakendum. Þátttakendur fá enn fremur tækifæri til að vinna að eigin loftslagsgögnum og áætlunum undir leiðsögn sérfræðinga.

Ávinningur:
  • Að byggja upp loftslagsmetnað og setja stefnu um stjórnun gróðurhúsalofttegunda (GHG)
  • Að öðlast skilning á hugmyndafræði losunar gróðurhúsalofttegunda, Science Based Targets Initiative (SBTi) og Net-Zero.
  • Aðferðir til að hvetja fjárfesta, stjórnendur, starfsfólk og hluthafa til að setja markmið og uppfylla skilyrði um vísindamiðuð loftlagsmarkmið
  • Aðgangur að færustu sérfræðingum í loftslagsmálum og SBTi
  • Aðgangur að rafrænu fræðsluefni og leiðsögn í rauntíma (webinars) sem gefur þátttakendum sveigjanleika til að læra á þeim hraða sem hentar
  • Alþjóðleg sýn yfir bestu aðferðir á sviði loftslagsmála til að auka árangur og framfarir
Climate Ambition Accelerator er hannaður af UN Global Compact og miðar að því að auka trúverðugar loftslagsaðgerðir fyrirtækja af mismunandi stærðum og atvinnugreinum.

FYRIRKOMULAG
Climate Ambition Accelerator fyrir norræn fyrirtæki (e. Nordic Track) er samstarfsverkefni staðarneta UNGC á Norðurlöndunum og fer fram á ensku. 
Við leggjum áherslu á að þátttakendur fái fræðslu og þjálfun við hæfi. Þátttakendur geta valið um tvær leiðir til þess að taka þátt:

Climate Ambition Accelerator – grunnur
Er fyrir fyrirtæki sem eru að stíga sín fyrstu skerf í loftslagsaðgerðum. Þetta gætu verið smærri fyrirtæki sem hafa takmarkaða reynslu af bókhaldi um gróðurhúsalofttegundir (GHG) eða stærri fyrirtæki sem hafa ekki enn þróað fastmótaða loftslagsstefnu. Markmiðið er að efla loftslagsstarf fyrirtækja og undirbúa þau til þess að setja sér vísindaleg loftslagsmarkmið (SBTi).

Climate Ambition Accelerator – framhald
Er fyrir fyrirtæki sem eru að búa sig undir að setja sér markmið í gegnum SBTi. Hentar einnig fyrir fyrirtæki sem þegar hafa sett sér skammtímamarkmið í gegnum SBTi, en þurfa að byggja upp getu og fá stuðning til að setja sér langtímamarkmið um kolefnishlutleysi. Markmiðið er að styðja fyrirtæki til þess að setja sér nær- og/eða langtímamarkmið í gegnum SBTi.

LYKILTÍMASETNINGAR OG SKRÁNING
Climate Ambition Accelerator stendur yfir frá júní – nóvember 2024 (fyrsti fundur í júní) og samanstendur af rafrænum námskeiðum og vinnustofum í rauntíma (á zoom). 

Opnað verður fyrir umsóknir í Climate Ambition Accelerator fyrir Norðurlöndin, þriðjudaginn 21. febrúar 2024 - SKRÁNING
ATH. Íslensk fyrirtæki velja Noreg sem þátttökuland. Lokafrestur til að sækja um er 31. maí 2024.

ÞÁTTTÖKUKRÖFUR
Til að taka þátt í Climate Ambition Accelerator á Norðurlöndunum verða fyrirtæki að vera:
  • Þátttakendur í UN Global Compact með aðsetur í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi eða Svíþjóð
  • Hafa áhuga á að setja metnaðarfull markmið um minnkun losunar í takt við loftslagsvísindi á þeim hraða og í því umfangi sem þarf til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins.
  • Vera tilbúin að tilnefna tvo fulltrúa til að taka þátt í hröðunaraðgerðum og viðburðum auk fulltrúa á framkvæmdastigi til að fylgjast með þróun og framgangi og veita stuðning. 
NÁNARI UPPLÝSINGAR
Hafðu samband í tölvupósti [email protected] eða í síma 618-1040. Nánar um að gerast aðili að UN Global Compact
Á fundinum verður fjallað um mismunandi viðmið og kröfur sem gerðar eru til fyrirtækja varðandi samf
Eftir Audur Gudmundsdóttir 22 Aug, 2024
Eftir Audur Gudmundsdóttir 13 Aug, 2024
Leaders Summit er heils dags ráðstefna United Nations Global Compact fer fram í New York þann 24. september 2024. Ráðstefnan er fyrir leiðtoga í atvinnulífinu sem eru staðráðnir í að hækka viðmiðin þegar kemur að sjálfbærni, breyta orðum í aðgerðir og móta framtíð ábyrgra viðskiptahátta. Þátttaka i ráðstefnunni gefur einstakt tækifæri til að auka þekkingu, efla og stækka tengslanetið og fá kraftmikinn innblástur fyrir veturinn. Nánari upplýsingar um dagskrá, fyrirlesara og fyrirkomulag hér: https://events.unglobalcompact.org/leaderssummit24/home Viltu skrá þig strax - ekkert mál!
Eftir Audur Gudmundsdóttir 02 Jul, 2024
Hverjir geta tekið þátt? Fyrirtæki, stofnanir, skólar, samtök og sveitarfélög sem eru aðilar að UN Global Compact og/eða hafa hafið innleiðingu á heimsmarkmiðum í rekstur sinn geta tekið þátt í framtakinu. Vinsamlega skráðu þátttöku hér . Panta fána Til að lágmarka kolefnisfótspor eru fánarnir prentaðir á Íslandi. Fáninn kostar 22.500 kr. stk. og er sendingarkostnaður innifalinn í verðinu. Stærð fána er 150x100cm og passar á 6m fánastöng með krækju að ofan og neðan. Texti er á íslensku. Deildu þátttökunni Þann 25. september n.k. eru þátttakendur hvattir til að deila þátttöku sinni í fánadegi heimsmarkmiðanna á eigin miðlum. Leiðbeiningar (e. toolkit) með tillögum að texta, #merkingum, myndefni o.fl. verða sendar þegar þátttaka hefur verið staðfest.
Eftir Audur Gudmundsdóttir 14 Jun, 2024
Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, og Auður Hrefna Guðmundsdóttir, svæðisstjóri UN Global Compact, hafa undirritað viljayfirlýsingu um að efla samstarf sín í milli um að hvetja íslensk fyrirtæki til að tileinka sér ábyrga viðskiptahætti og styðja við sjálfbærniverkefni UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Viljayfirlýsingin felur í sér að UNICEF á Íslandi tekur að sér að kynna UN Global Compact, hnattrænt samkomulag Sameinuðu þjóðanna um siðferði og ábyrgð í viðskiptum, fyrir samstarfsaðilum og hvetja fyrirtæki til að gerast aðilar að UN Global Compact. UN Global Compact á Íslandi mun hvetja meðlimi, sem teljast vera lítil og meðalstór fyrirtæki, til að taka þátt í Loftslagsloforði UNICEF á Íslandi sem og að vekja athygli stærri samstarfsfyrirtækja á möguleikum þátttöku í verkefnum UNICEF. „Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun eru vegvísir heimsins um betri framtíð fyrir okkur öll. Sautjánda og síðasta heimsmarkmiðið fjallar um samvinnu um markmiðin. Mögulega er þetta mikilvægasta markmiðið því það er ómögulegt að ná árangri öðruvísi en í víðtæku og öflugu samstarfi. Landsnefnd UNICEF á Íslandi og UN Global Compact á Íslandi ætla að sýna samvinnu í verki í víðtæku samtali okkar við atvinnulífið. Við vonum að við fáum góða hlustun og metnaðarfulla samstarfsaðila í því sameiginlega verkefni okkar allra að ná heimsmarkmiðunum.“ Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF “ Viljayfirlýsing UNICEF á Íslandi og UN Global Compact á Íslandi er dæmi um mikilvægt samstarf sem ætlað er að stuðla að sjálfbærri þróun og tryggja réttindi barna um allan heim. Starfsemi samtakanna er ólík en í því felst einmitt mikilvægur styrkleiki. Heimsmarkmiðin eru leiðarljós beggja samtaka. UNICEF hefur víðtæka sérþekkingu á barnavernd og réttindum barna og veitir innsýn og leiðbeiningar um málefni sem tengjast börnum. UN Global Compact, sem er stærsta sjálfbærniframtak heims, virkjar fyrirtæki til að taka upp sjálfbæra og samfélagslega ábyrga stefnu. Saman getum við unnið að því að tryggja að aðgerðir og stefnur fyrirtækja séu í takt við meginreglur um réttindi barna og heimsmarkmiðin í víðara samhengi.“ Auður Hrefna Guðmundsdóttir, svæðisstjóri UN Global Compact á Íslandi Enn fremur felur viljayfirlýsingin sér að báðir aðilar styðji hvorn annan með því að deila upplýsingum, viðburðum, tengiliðum og þekkingu er varðar sjálfbærni og ábyrgð fyrirtækja. Þá munu félögin taka höndum saman um að vekja athygli á mikilvægi sjálfbærni og hvetja til aukinna þátttöku íslenskra fyrirtækja í verkefnum henni tengdri.
Eftir Audur Gudmundsdóttir 17 May, 2024
Dagsetning: 30. maí 2024 Tími: 8:00-9:30 GMT Hvar: Zoom - veffundur SKRÁNING This webinar is part of the Nordic TNFD Consultation Group run by Finance Denmark and UN Global Compact Network Denmark. Anyone interested is welcome to join. Businesses and financial institutions across Europe are fully engaged in the implementation of the EU’s Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD) which also includes reporting requirements on nature and biodiversity. But how does the TNFD framework relate to the new reporting requirements in the European Sustainability Reporting Standards (ESRS). EFRAG and the TNFD has just launched a detailed mapping between the ESRS standards and the TNFD recommendations which will serve as a helpful tool for companies adopting the TNFD recommendations and reporting according to the ESRS standards. While the documents are still undergoing copy editing, design and formatting you can find links to the key documents approved by the EFRAG board here: Correspondance part 1 , Correspondance table (1) , Correspondance table (2) . In the webinar, you will get an overview of the TNFD/ESRS mapping directly from the TNFD and insights from two of the TNFD Early Adopter companies, Ørsted and Landsbankinn.
Eftir Audur Gudmundsdóttir 03 May, 2024
H vernig getur United Nations Global Compact aukið samkeppnishæfni fyrirtækja og tryggt áhrif þeirra við mótun nýrrar löggjafar Evrópusambandsins? Þetta var meðal annars rætt á nýafstöðnum fundum United Nations Global Compact í Evrópuþinginu í Brussel dagana 17. og 18. apríl s.l. Hlekkur á fréttatilkynningu United Nations Global Compact Umræðuefni fundanna voru nýjar reglugerðir Evrópusambandsins CSRD, CSDDD, ESRS og aðrar tilskipanir sem lúta að sjálfbærni fyrirtækja. Fulltrúar evrópskra staðarneta UN Global Compact tóku þátt auk lykilaðildarfyrirtækja, þingmenn Evrópuþingsins og fulltrúar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Það er mikilvægt að missa ekki sjónar á tilgangi Evrópulöggjafar; að samræma upplýsingagjöf á sviði sjálfbærni. Að fyrirtæki fylgi sambærilegum og gagnsæum viðmiðum, þannig að öll fyrirtæki sitji við sama borð. Löggjöfin hefur ekki einungis gríðarlega mikil áhrif á evrópsk fyrirtæki heldur á fyrirtæki um allan heim í gegnum virðiskeðjuna. UN Global Compact er fulltrúi 25.000 fyfirtækja á heimsvísu, þar af eru 9000 þeirra innan Evrópu og teljast 52% þeirra til lítilla eða meðalstórra fyrirtækja. Samtökin hafa því þýðingarmikið hlutverk þegar kemur að því að styrkja samtal milli fyrirtækja og mótunar Evrópulöggjafar. Ef skoðaður er kjarni regluverks Evrópusambandssins má sjá augljósa tengingu við tíu meginmarkmið UN Global Compact um ábyrga viðskiptahætti, Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna auk Græna sáttmála Evrópusambandsins og Parísarsamkomulagsins. Fyrirtæki í United Nations Global Compact eru í góðri stöðu þegar kemur að nýju regluverki þar sem þau hafa þegar innleitt skýran ramma í kringum sjálfbærnimál í sínum rekstri. Auk þess búa þau yfir þekkingu og hafa aðgang að stuðningi í gegnum fræðslu og tengslanet samtakanna. Samtökin hafa styrkt viðveru sína í Brussel og verður spennandi að sjá framvindu samstarfsins við Evrópusambandið á komandi mánuðum.
Eftir Audur Gudmundsdóttir 03 May, 2024
Ársfundir staðarneta United Nations Global Compact (UNGC) eru mikilvægur hlekkur í starfi samtakanna á heimsvísu. Árið 2024 var ársfundurinn haldinn í United Nations University í Tokyo. Auður Hrefna Guðmundsdóttir, svæðisstjóri UN Global Compact á Íslandi, tók þátt í fundinum, þar sem 150+ fulltrúar Global Compact frá um 80 löndum komu saman. Meginrumræðuefnið var hvernig Global Compact getur stutt enn betur við fyrirtæki til að hraða árangri í sjálfbærni og hvernig megi efla megi samstarf staðarneta í þágu þátttakenda UNGC. Áhersla á lítil og meðalstór fyrirtæki og virðiskeðjuna. Horft verður sérstaklega til þess hvernig þróa megi aðferðir sem styðja við og stuðla að framförum í sjálfbærni til framtíðar. Áhersla á tækifæri gervigreindar. UNGC mun fjárfesta enn frekar á sviði gervigreindar til að miðla og upplýsa um aðferðir til að hraða árangri í sjálfbærni. Stuðningur við fyrirtæki í Evrópu við innleiðingu nýrra regluverka. Framundan er ráðstefna í Brussel þar sem farið verður í kjölinn ofan í evrópskar reglugerðir, þýðingu þeirra og áhrif á fyrirtæki auk þess sem þróun vandaðs stuðningsefnis um löggjöf ESB er í vinnslu. UNGC mun halda áfram að þróa og bæta framvinduskýrslu UNGC (Communication on Progress) til að styðja við gegn sæja upplýsingagjöf fyrirtækja. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, hefur lagt áherslu á hlutverk fyrirtækja og Global Compact þegar kemur að Heimsmarkmiðunum. Við tökum þessu alvarlega og munum setja aukinn slagkraft í að hvetja fyrirtæki til að taka þátt í Forward Faster. Við munum leggja áherslu á fræðslu sem snýr að jafnrétti kynjanna, jöfnum lífskjörum, loftslagsaðgerðum, vatnsvörslu og sjálfbærum fjármálum. Við höldum áfram að bjóða upp á bestu mögulegu fræðslu þegar kemur að sjálfbærni í gegnum UN Global Compact Academy og Accelerators fyrir okkar þátttakendur. Summit of the Future er einn mikilvægasti viðburður Sameinuðu Þjóðanna og þar mun Global Compact taka virkan þátt og standa fyrir viðburðum fyrir þátttakendur sem fá tækifæri til að efla tengslanetið, læra og miðla.
Eftir Audur Gudmundsdóttir 12 Apr, 2024
Hvenær: 6. maí 2024 Klukkan: 09:00-12:00 Hvar: Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 Hvernig: Í eigin persónu SKRÁNING - ATH. aðilar í UN Global Compact hafa forgang í skráningu. Ef þitt fyrirtæki er ekki aðili að UNGC vinsamlega hafðu samband í tölvupósti á [email protected]. Á þessari þriggja klst. vinnustofu verður farið yfir kröfur sjálfbærniupplýsingagjafar CSRD og tvöfaldrar mikivægisgreiningar auk ESRS staðla. Lögð verður áhersla á gagnvirkar umræður, hagnýt dæmi og verkefni. Þátttakendur vinna með raunhæf verkefni (e. exercises) þar sem þeir fá tækifæri til að beita aðferðafræði tvöfaldrar mikilvægisgreiningar í samræmi við kröfur CSRD til að vinna með ákveðna aðferðarfræði og greina áhrif, áhættu og tækifæri í virðiskeðju fyrirtækis. Markmið vinnustofunnar er að þátttakendur öðlist djúpan skilning á CSRD og markmiði löggjafarinnar til að auka gagnsæi, ábyrgð og efla traust hagsmunaaðila. Auk þess sem þátttakendur eiga að vera undirbúin til þess að framkvæma tvöfalda mikilvægisgreiningu og beita þeim aðferðum sem kenndar eru. Vinnustofan er fyrir aðila sem vinna að sjálfbærnimálum innan fyrirtækja. Leiðbeinandi er Rakel Guðmundsdóttir, ráðgjafi hjá Rambøll. Rakel vinnur sem sjálbærniráðgjafi hjá Ramboll í Stokkhólmi og hefur m.a. aðstoðað alþjóðleg fyrirtæki við framkvæmd á tvöfaldri mikilvægisgreiningu og undirbúning fyrir CSRD.
Eftir Audur Gudmundsdóttir 07 Apr, 2024
Hvenær: 15. apríl 2024 Klukkan: 1 2:00-13:00 Hvar: Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 Hvernig: Í eigin persónu og í streymi. SKRÁNING Hlekkur á upptöku Umræðan um mannréttindi í viðskiptalífinu hefur verið í brennidepli auk þess sem aukin áhersla er á mannréttindi í regluverki. Á viðburði KPMG og UN Global Compact á Íslandi þann 15. apríl n.k. verður fjallað um lágmarksviðmið flokkunarreglugerðar Evrópusambandsins um umhverfislega sjálfbæra atvinnustarfsemi. Skoðað verður hvernig lágmarksviðmið reglugerðarinnar tengjast tíu meginmarkmiðum UN Global Compact auk þess sem sérstaklega verður fjallað um lágmarksviðmið sem snúa að mannréttindum. Auk fræðsluerinda frá sérfræðingum KPMG verður fjallað um reynslu Advania af lágmarksviðmiðunum. Opið verður fyrir spurningar í lokin. Dagskrá: Lágmarksviðmið EU taxonomy og meginmarkmið UN Global Compact - Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, verkefnastjóri hjá KPMG á Íslandi. Hver eru lágmarksviðmiðin í mannréttindum? - Kristiina Kouros, forstöðumaður hjá KPMG í Finnlandi. Leiðin að lágmarksviðmiðunum - Þóra Rut Jónsdóttir, forstöðumaður sjálfbærni hjá Advania. Fundarstjóri er Auður Hrefna Guðmundsdóttir, svæðisstjóri UN Global Compact á Íslandi.
Eftir Audur Gudmundsdóttir 02 Apr, 2024
Dagsetning og tími: 23. apríl kl. 9-10 í fjarfundi Fundurinn fer fram á íslensku og er opinn öllum áhugasömum - hlekkur á fund SKRÁNING Á þessum veffundi verður fjallað CSRD, þar sem Rakel Guðmundsdóttir, sjálfbærniráðgjafi hjá Rambøll, mun deila reynslu og lærdómi af innleiðingu CSRD í fyrirtækjarekstur. 1. Kynning á Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD) 2. Tvöföld mikilvægisgreining - hvað höfum við lært? 3. Frá tvöfaldri mikilvægisgreiningu í CSRD upplýsingagjöf - lærdómur og reynsla 4. Spurningar og spjall Að fundinum loknum eiga þátttakendur að hafa öðlast gagnlega yfirsýn í innleiðingu CSRD í rekstri fyrirtækja, mögulegar áskoranir og hvernig CSRD getur stuðlað að jákvæðum breytingum í rekstri.
Fleiri færslur
Share by: