Grænvangur

Grænvangur

Non-profit Organizations

Reykjavík, Capital Region 1,093 followers

Samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum.

About us

Risavaxin græn umbreyting í átt að kolefnishlutleysi kallar á nýja hugsun og nýja nálgun. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda sem stuðlar að framþróun í loftslagsmálum og grænum lausnum. Við hvetjum til samtals og þverfaglegs lausnamiðaðs samstarfs svo samtakamáttur náist um farsælustu leiðirnar í átt að kolefnishlutleysi og sjálfbæru Íslandi.

Website
https://graenvangur.is/
Industry
Non-profit Organizations
Company size
2-10 employees
Headquarters
Reykjavík, Capital Region
Type
Partnership
Founded
2019

Locations

Employees at Grænvangur

Updates

  • View organization page for Grænvangur, graphic

    1,093 followers

    Í júní var uppfærsla aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum kynnt og vefurinn co2.is opnaður. Áætlunin inniheldur 150 loftslagsaðgerðir og loftslagsverkefni sem endurspegla raunhæfar, en metnaðarfullar lausnir og er töluverð aukning frá þeim 50 aðgerðum sem voru í fyrri aðgerðaáætlun.   Aðgerðaáætlun er nú í samráðsgátt stjórnvalda og við viljum vekja athygli á því að fresturinn til að senda inn umsagnir er til 22. september nk. Við hvetjum ykkur öll til að kynna ykkur áætlunina.   https://lnkd.in/eR4ZqpPe

    Samráðsgátt - Mál: S-119/2024

    Samráðsgátt - Mál: S-119/2024

    island.is

  • View organization page for Grænvangur, graphic

    1,093 followers

    Við nutum þess flest að horfa á ólympíuleikana í París í sumar. CNN birti þessa áhugaverðu frétt um daginn sem segir frá því að ein afleiðing hlýnunar jarðar sé áhrif á íþróttamenn og áhorfendur. Í fréttinni segir að flestar stórborgir heims muni á næstu áratugum ekki geta haldið ólympíuleikana að sumri sökum hita og að árið 2050 verði það ekki hægt í stærstum hluta heims. Hér er því enn ein ástæðan fyrir því að halda á lofti því markmiði að halda hækkun hitastigs jarðar innan við 1,5 gráður í samræmi við parísarsamkomulagið. https://lnkd.in/dHQr-BQM

    These cities will be too hot for the Olympics by 2050 | CNN

    These cities will be too hot for the Olympics by 2050 | CNN

    edition.cnn.com

  • View organization page for Grænvangur, graphic

    1,093 followers

    Í vikunni héldum við hádegisverðarfund fyrir bakland Grænvangs þar sem umræðuefnið var staðan í loftslagsmálum og tækifærin framundan. Gestur fundarins var Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sem sagði meðal annars frá nýútkominni aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og svo þróuninni í málaflokk ráðuneytisins á árinu.   Í kjölfar framsögu ráðherra voru hringborðsumræður og óhætt er að segja að þær hafi verið líflegar. Það er mikilvægt að atvinnulíf og stjórnvöld taki reglulega umræðu um loftslagsmálin og við þökkum ráðherra fyrir að gefa sér tíma í það. Loftslagsmál eru hópíþrótt og þar þurfa allir að koma að til að ná settu marki.   Aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum var kynnt föstudaginn 14. júni síðastliðinn og er nú kominn í umsagnarferli í samráðsgátt stjórnvalda. Samhliða kynningu var vefsíða með rafrænni framsetningu aðgerðaáætlunar opnuð. Við hvetjum ykkur öll til að kynna ykkur co2.is.   * Baklandsfundir eru lokaðir fundir fyrir meðlimi í baklandi Grænvangs og er ætlað að fjalla um málefni líðandi stundar. Með þeim skapast vettvangur fyrir atvinnulíf og stjórnvöld til að setjast saman og eiga samtal um þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir í loftslagsvegferðinni.

    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
  • View organization page for Grænvangur, graphic

    1,093 followers

    Við vekjum athygli á því að uppfærsla aðgerðaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum verður kynnt í dag klukkan 14.00 á blaðamannafundi. Það eru þau Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherrra sem kynna uppfærsluna og nýjan vef aðgerðaráætlunarinnar. Áætlunin sem nú verður kynnt inniheldur safn 150 loftslagsaðgerða og loftslagsverkefna sem endurspeglar raunhæfar, en metnaðarfullar lausnir og eru töluverð aukning frá 50 aðgerðum í núgildandi aðgerðaáætlun. Aðgerðaáætlunin byggir á ítarlegri kortlagningu og útreikningum um samdrátt í losun, en saman stuðla loftslagsaðgerðirnar og loftslagstengdu verkefnin með enn markvissari hætti að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinni bindingu kolefnis. Hægt verður að fylgjast með kynningunni í streymi hér: https://lnkd.in/eaVB55Tc

    Kynning á uppfærðri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

    Kynning á uppfærðri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

    stjornarradid.is

  • View organization page for Grænvangur, graphic

    1,093 followers

    Við minnum á að umsóknarfrestur um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands á COP29 rennur út í dag. Hvetjum öll áhugasöm fyrirtæki að kynna sér vettvanginn!

    View organization page for Grænvangur, graphic

    1,093 followers

    Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um þátttöku fulltrúa úr íslensku atvinnulífi í viðskiptasendinefnd Íslands á COP29. Það er óumdeilanlegt að aðildarríkjafundur og ráðstefna loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna er stærsti árlegi loftslagsviðburður heims. Hlutverk viðskiptasendinefndar Íslands á COP29 er að halda á lofti framlagi Íslands í loftslagsmálum, kynna Ísland og þær lausnir sem það hefur upp á að bjóða ásamt því að sækja sér þekkingu og reynslu nýtist í loftslagsvegferðinni hér heima. Grænvangur, í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið heldur utan um þátttöku viðskiptasendinefndar. Hér má kynna sér nánar: COP29: https://lnkd.in/ekHupXqB Viðskiptasendinefnd Íslands: https://lnkd.in/eh_qCFE9 Umsóknarferlið: https://lnkd.in/eaw3mrmM

    Grænvangur

    Grænvangur

    graenvangur.is

  • View organization page for Grænvangur, graphic

    1,093 followers

    Nú styttist í að umsóknarfrestur fyrir umsóknir um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands á COP29 renni út. Umsóknarfresturinn er til 31. maí nk. og við hvetjum öll fyrirtæki til að kynna sér COP29 og viðskiptasendinefnd á heimasíðu Grænvangs.   Það er óumdeilanlegt að aðildarríkjafundur og ráðstefna loftsglagssamnings Sameinuðu þjóðanna er stærsti árlegi loftslagsviðburður heims. Hlutverk viðskiptasendinefndar á COP29 er að halda á lofti framlagi Íslands í loftslagsmálum, kynna Ísland og þær lausnir sem það hefur upp á að bjóða ásamt því að sækja sér þekkingu og reynslu sem nýtist í loftslagsvegferðinni hér heima. Grænvangur, í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið heldur utan um þátttöku viðskiptasendinefndar.   Hér má kynna sér nánar: COP29: https://lnkd.in/ekHupXqB Viðskiptasendinefnd Íslands: https://lnkd.in/eh_qCFE9 Umsóknarferlið: https://lnkd.in/eaw3mrmM

    Þátttaka atvinnulífsins á COP

    Þátttaka atvinnulífsins á COP

    graenvangur.is

  • View organization page for Grænvangur, graphic

    1,093 followers

    „Fremur en að bregðast bara við þurfum við vera djörf, taka áhættu og endurhugsa hvernig við gerum hlutina. Þannig hugsun gefur sköpunarkraftinum lausan tauminn. Á þeim grunni skapast frjór jarðvegur fyrir nýsköpun og loftslagsmálin verða ekki leyst án nýsköpunar,“ segir Nott Thorberg í nýrri grein í tilefni af Nýsköpunarviku. Grænvangur er einn styrktaraðila Iceland Innovation Week og við hvetjum ykkur til að taka þátt spennandi dagskrá Nýsköpunarviku. https://lnkd.in/entGnB3F

  • View organization page for Grænvangur, graphic

    1,093 followers

    Grænvangur stendur fyrir spennandi viðburði á Iceland Innovation Week. Loftslagsmál kalla á nýsköpun og það ætla þær Nott Thorberg, forstöðumaður Grænvangs, Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, forstöðumaður loftslags og grænna lausna hjá Landsvirkjun og Solrun Kristjansdottir, forstjóri Veitna (Veitur) ræða á break-out viðburði á morgun klukkan 14.00, eftir loftslagsráðstefnuna Ok, bye. Við hvetjum ykkur til að taka þátt í viðburðinum sem er opinn öllum. Hægt er að lesa nánar um viðburðinn og skrá sig hér: https://lnkd.in/edFRzVX9

    Iceland Innovation Week

    Iceland Innovation Week

    innovationweek.is

  • View organization page for Grænvangur, graphic

    1,093 followers

    Í síðustu viku héldum við opinn kynningarfund um viðskiptasendinefnd Íslands á COP29 þar sem Helga Barðadóttir, sérfræðingur hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og formaður samningasnefndar Ísland, fjallaði um hlutverk Íslands á loftslagsráðstefnunni, Hjalti Páll Ingólfsson, framkvæmdarstjóri Geothermal Research Cluster - GEORG deildi reynslu sinni af þátttöku í viðskiptasendinefnd, Finnur Ricart Andrason, forseti Ungir Umhverfissinnar - Icelandic Young Environmentalist Association sagði frá stóru áhrifum ráðstefnunnar og Hans Orri Kristjánsson, verkefnastjóri hjá Grænvangi gerði grein fyrir umsóknarferli. Við þökkum þeim kærlega fyrir þeirra dýrmæta framlag. Fundurinn var haldinn í hátíðarsal Arion banki í Borgatúni sem er félagi í baklandi Grænvangs en við þökkum þeim fyrir góðan stuðning og samstarf.   Opið er fyrir umsóknir um þátttöku fulltrúa úr íslensku atvinnulífi í viðskiptasendinefnd Íslands á COP29, lesa nánar hér https://lnkd.in/eh_qCFE9 Minnum á að umsóknarfrestur rennur út 31.xn--ma-oja.

    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
  • View organization page for Grænvangur, graphic

    1,093 followers

    Hönnunarstofan Gagarín fékk nýverið tilnefngu til „European Design Awards“ í flokki stafrænna innsetninga fyrir margmiðlunarsýninguna Græna framtíð. Við erum að sjálfsögðu mjög stolt af tilnefningunni enda er sýningin samstarfsverkefni Grænvangs og Íslandsstofu og er í gestastofu hér í Grósku. Á sýningunni er farið yfir sögu Íslands í loftslagsmálum, markmið Íslands til framtíðar í átt að kolefnishlutleysi 2040 og þær grænu lausnir sem hér er að finna og geta nýst um allan heim. Sýningin er vel sótt en á síðasta ári heimsóttu hana 41 hópur eða hátt í 640 gestir, þar á meðal ráðherra, sendiherra, erlend og innlend fyrirtæki, MBA nemendur og fjárfestar. Úrslitin í „European Design Awards“ verða kynnt í Napólí í júní og við fylgjumst auðvitað spennt með. Nánar er hægt að lesa um tilnefningu Gagaríns hér: https://lnkd.in/eE_tFSR2

    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image

Similar pages